Norski knattspyrnumaðurinn Morten Lunde Spencer hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna, aðeins 21 árs að aldri, vegna hjartavandamála sem hann glímir við.
Spencer var síðast á mála hjá Derby County en lék einnig með unglingaliðum Leeds United og Sunderland.
Hjarta mitt er í molum að þurfa að segja þetta en ég neyðist til að binda endi á feril minn sem atvinnumaður í knattspyrnu vegna hjartavandamála sem valda því að ég get ekki spilað áfram, skrifaði Spencer á Instagramaðgangi sínum.
Hann lék á sínum tíma tvo leiki fyrir U15-ára landslið Englands, þar sem Spencer fæddist, en skipti svo um ríkisfang þar sem hann hugðist spila fyrir Noreg.