Var ekki bitinn af uppvakningi

Jens Odgaard með stærðarinnar sár á hnakkanum.
Jens Odgaard með stærðarinnar sár á hnakkanum. Skjáskot/DAZN

Danski knattspyrnumaðurinn Jens Odgaard, sóknarmaður Bologna fann sig knúinn til þess að útskýra stærðarinnar sár á hnakka sínum eftir að netverjar fóru að velta því fyrir sér hvort hann hefði verið bitinn á meðan á leik liðsins gegn Venezia í ítölsku A-deildinni stóð.

Áhugaverðar kenningar voru hafðar uppi um sárið á samfélagsmiðlinum X á meðan leiknum stóð á laugardag. Einn spurði: „Hvað er þetta? Uppvakningabit?“

Annar spurði: „Var hálsinn hans klóraður?“ Sá þriðji velti fyrir sér: „Er þetta húðflúr eða hákarlabit á hnakka Jens Odgaards?“

Daninn útskýrði mál sitt, kannski ekki nógu ítarlega miðað við háfleygar kenningar netverja, á Instagram eftir leikinn: „Þetta er bara lyf sem ég er að notast við fyrir hálsinn minn, þetta er ekkert alvarlegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert