„Meiðslin gerðu mér gott“

Bukayo Saka fagnar marki í leik með Arsenal.
Bukayo Saka fagnar marki í leik með Arsenal. AFP/Glyn Kirk

Enski knatt­spyrnumaður­inn Bukayo Saka, kant­maður Arsenal, seg­ir þriggja mánaða fjar­veru sína frá keppni vegna meiðsla hafa gert sér gott and­lega.

Saka sneri ný­verið aft­ur á völl­inn eft­ir að hafa geng­ist und­ir skurðaðgerð vegna rif­ins vöðva aft­an í læri.

„Ég held að meiðslin hafi gert mér gott and­lega. Þetta var vit­an­lega erfitt í upp­hafi þegar ég fékk að vita hversu al­var­lega meiðslin voru og að ég þyrfti á aðgerð að halda.

En þegar henni var lokið og það var ljóst að hún gekk vel var ég ein­ung­is að ein­beita mér að því að koma sterk­ari til baka. Und­an­far­in fimm ár hef ég spilað hvern leik­inn á fæt­ur öðrum. Því var þetta fyrsta al­menni­lega fríið sem ég hef fengið.

Það reynd­ist mér mjög gott. Ég náði að gera margt sem ég get ekki gert venju­lega. Það er mjög in­dælt að vera kom­inn til baka og ég er fersk­ur and­lega,“ sagði Saka á frétta­manna­fundi í dag.

Arsenal fær Real Madríd í heim­sókn í fyrri leik liðanna í átta liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar Evr­ópu annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert