Jafnaði við Messi

Raphinha og Lamine Yamal fagna marki í kvöld.
Raphinha og Lamine Yamal fagna marki í kvöld. AFP/Josep Lago

Frá­bært gengi bras­il­íska knatt­spyrnu­manns­ins Rap­hinha á tíma­bil­inu hélt áfram í kvöld þegar hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö fyr­ir Barcelona í 4:0-sigri á Borussia Dort­mund í Meist­ara­deild Evr­ópu.

Með því að koma að þrem­ur mörk­um með bein­um hætti í kvöld tókst Rap­hinha að jafna við Li­o­nel Messi, sem skoraði eða lagði upp alls 19 mörk fyr­ir Barcelona í Meist­ara­deild­inni tíma­bilið 2011-12.

Rap­hinha er bú­inn að skora tólf mörk og leggja upp sjö mörk og er þar með orðinn jafn Messi yfir flest mörk eða stoðsend­ing­ar hjá liðinu á einu tíma­bili í keppn­inni.

Bras­il­íumaður­inn á hins veg­ar að öll­um lík­ind­um eft­ir að spila að minnsta kosti þrjá leiki til viðbót­ar í Meist­ara­deild­inni: síðari leik­inn gegn Dort­mund í næstu viku og tvo leiki í undanúr­slit­um. Mun Rap­hinha því ef­laust fá tæki­færi til þess að slá met Mess­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert