Unglingar létust fyrir utan knattspyrnuvöll

Miklar óeirðir áttu sér stað fyrir utan völlinn.
Miklar óeirðir áttu sér stað fyrir utan völlinn. AFP/Javier Torres

Tveir ung­ling­ar lét­ust eft­ir átök stuðnings­manna og lög­reglu fyr­ir leik Colo Colo frá Síle og Forta­leza frá Bras­il­íu í Meist­ara­deild Suður-Am­er­íku í Síle í nótt. 

Ung­ling­arn­ir lét­ust eft­ir að girðing kramdi þá í kjöl­far slags­mála þegar lög­regla hindraði um 100 aðdá­end­ur sem reyndu að kom­ast inn á Monu­mental-leik­vang­inn í Santiago, höfuðborg Síle. 

Sam­kvæmt staðarfjöl­miðlum voru ung­ling­arn­ir 13 og 18 ára. 

Leik­ur­inn var spilaður til að byrja með en hon­um var síðan frestað. Knatt­spyrnu­sam­band Suður-Am­er­íku, Conmbe­bol, sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í kjöl­farið. 

„Við hörm­um inni­lega dauða tveggja aðdá­enda ná­lægt Monu­mental-leik­vang­in­um. Við send­um inni­leg­ustu samúðarkveðjur til fjöl­skyldu þeirra og ást­vina. 

All­ar upp­lýs­ing­ar um at­b­urðina sem áttu sér stað inn­an- sem ut­an­vall­ar verða send­ar til aga­nefnd­ar þess,“ stóð í yf­ir­lýs­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert