Varði víti eftir aðstoð boltastráks

Jonathan Klinsmann.
Jonathan Klinsmann. Ljósmynd/twitter-síða Hertha Berlin.

Jon­ath­an Klins­mann varði víta­spyrnu í leik með liði sínu Cesena þegar það vann Sal­ernit­ana 2:0 í ít­ölsku B-deild­inni í síðasta mánuði.

Hvernig hann fór að því vakti mikla at­hygli þar sem tólf ára boltastrák­ur gerði gæfumun­inn.

Í stöðunni 0:0 fékk Sal­ernit­ana víta­spyrnu seint í leikn­um. Klins­mann leitaði til Ivans, boltastráks á leikn­um og spurði í hvort hornið hann ætti að skutla sér.

Ivan sagði Klins­mann, sem er son­ur þýsku goðsagn­ar­inn­ar Jür­gen Klins­mann, að skutla sér til hægri sem hann og gerði varði víta­spyrn­una.

Cesena skoraði svo tvö mörk und­ir lok­in, tryggði sér sig­ur og Klins­mann gaf Ivan treyj­una sína eft­ir leik­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert