Landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason lagði upp í tapi Lecce fyrir stórliði Juventus, 2:1, í Torino í kvöld.
Eftir leikinn er Juventus í þriðja sæti með 59 stig en Lecce er í 17. sæti með 26 og í mikilli fallbaráttu.
Þórir Jóhann kom inn á 77. mínútu og lagði upp mark Federico Baschirotto á 87. mínútu.
Teun Koopmeiners og Kenen Yildiz skoruðu mörk Juventus í fyrri hálfleik.