Sjálfsmark kom Barcelona í góða stöðu

Börsungar fagna sigrinum mikilvæga.
Börsungar fagna sigrinum mikilvæga. AFP/Thomas Coex

Barcelona hafði bet­ur gegn Lega­nes, 1:0, í efstu deild karla í spænska fót­bolt­an­um ná­lægt Madrid í kvöld. 

Barcelona er á toppn­um með 70 stig, sjö stig­um meira en Real Madrid sem á þó leik til góða. Lega­nes er í 19. sæti með 28 stig og í mik­illi fall­bar­áttu. 

Sig­ur­mark Barcelona kom á 48. mín­útu en þá varð Jor­ge Sáenz fyr­ir því óláni að setja bolt­ann í eigið net eft­ir send­ingu inn í teig frá Rap­hinha. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert