Barcelona hafði betur gegn Leganes, 1:0, í efstu deild karla í spænska fótboltanum nálægt Madrid í kvöld.
Barcelona er á toppnum með 70 stig, sjö stigum meira en Real Madrid sem á þó leik til góða. Leganes er í 19. sæti með 28 stig og í mikilli fallbaráttu.
Sigurmark Barcelona kom á 48. mínútu en þá varð Jorge Sáenz fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir sendingu inn í teig frá Raphinha.