Landsliðsmaðurinn er fótbrotinn

Júlíus Magnússon verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla.
Júlíus Magnússon verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Eggert Jóhannesson

Júlí­us Magnús­son, miðjumaður Elfs­borg, er með brákaðan sköfl­ung og verður frá keppni í nokkr­ar vik­ur hið minnsta. Hann meidd­ist í leik liðsins gegn Mal­mö á dög­un­um.

Júlí­us fékk högg á sköfl­ung­inn í fyrri hálfleik í leikn­um gegn Mal­mö en harkaði af sér og var ekki tek­inn af velli fyrr en um miðjan seinni hálfleik­inn.

Hann var í byrj­un­arliðinu í fyrstu tveim­ur leikj­um liðsins en spilaði ekki gegn Norr­köp­ing í gær. Hann hafði þá farið í mynda­töku þar sem kom í ljós að sköfl­ung­ur hans var brákaður.

Júlí­us gekk til liðs við Elfs­borg fyr­ir tíma­bilið frá Fredrikstad í Nor­egi og er hann einn dýr­asti leikmaður í sögu sænska fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka