Atalanta og Bologna mættust í hádegisleik dagsins í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag en leikið var í Bergamó. Heimamenn voru töluvert sterkari og unnu að lokum sannfærandi sigur, 2:0.
Leikurinn var aðeins þriggja mínútna gamall þegar Mateo Retegui hafði komið heimamönnum yfir með góðu marki eftir undirbúning Raoul Bellanova. Það var síðan komið að Retegui að leggja upp mark fyrir Mario Pasalic á 21. mínútu. Þá átti Retegui frábæra fyrirgjöf á Króatann sem kláraði með góðu skoti.
Andri Fannar Baldursson var ekki í leikmannahóp Bologna í dag.
Eftir leikinn er Atalanta í 3. sæti deildarinnar með 61 stig en Bologna er í því fimmta með 57 stig þegar sex umferðir eru eftir af deildinni.