Mikilvægur sigur Atalanta í Meistaradeildarbaráttunni

Mateo Retegui og Raoul Bellanova fagna.
Mateo Retegui og Raoul Bellanova fagna. AFP/Isabella Bonotto

Atal­anta og Bologna mætt­ust í há­deg­is­leik dags­ins í ít­ölsku A-deild­inni í fót­bolta í dag en leikið var í Berga­mó. Heima­menn voru tölu­vert sterk­ari og unnu að lok­um sann­fær­andi sig­ur, 2:0.

Leik­ur­inn var aðeins þriggja mín­útna gam­all þegar Mateo Re­tegui hafði komið heima­mönn­um yfir með góðu marki eft­ir und­ir­bún­ing Ra­oul Bell­anova. Það var síðan komið að Re­tegui að leggja upp mark fyr­ir Mario Pasalic á 21. mín­útu. Þá átti Re­tegui frá­bæra fyr­ir­gjöf á Króat­ann sem kláraði með góðu skoti.

Andri Fann­ar Bald­urs­son var ekki í leik­manna­hóp Bologna í dag.

Eft­ir leik­inn er Atal­anta í 3. sæti deild­ar­inn­ar með 61 stig en Bologna er í því fimmta með 57 stig þegar sex um­ferðir eru eft­ir af deild­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert