D-deildar lið sló úrvalsdeildarliðið út

Viðar Örn Kjartansson fagnar marki í leik með Vålerenga á …
Viðar Örn Kjartansson fagnar marki í leik með Vålerenga á sínum tíma. Ljósmynd/Vålerenga

FC Oslo gerði sér lítið fyr­ir og sló Vål­erenga út þegar fyrsta um­ferð norsku bik­ar­keppn­inn­ar í knatt­spyrnu karla fór fram í gær. FC Oslo leik­ur í D-deild á meðan Vål­erenga leik­ur í úr­vals­deild.

Flest úr­vals­deild­arlið lentu ekki í nokkr­um vand­ræðum með neðri deild­arliðin sem þau mættu og nokkr­ir risa­sigr­ar sem litu dags­ins ljós.

Ekk­ert slíkt var uppi á ten­ingn­um í inn­an­hús­höll FC Oslo en staðan var 1:1 eft­ir venju­leg­an leiktíma og fram­leng­ingu. FC Oslo fékk rautt spjald und­ir lok venju­legs leiktíma og lék því alla fram­leng­ing­una ein­um færri.

Grípa þurfti til víta­spyrnu­keppni og þar reynd­ust heima­menn hlut­skarp­ari. Þrjár af fjór­um víta­spyrn­um Vål­erenga fóru for­görðum á meðan heima­menn skoruðu úr þrem­ur af fjór­um spyrn­um sín­um og unnu víta­spyrnu­keppn­ina því 3:1.

Varalið Vål­erenga leik­ur í sömu deild og FC Oslo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert