Í bann fyrir að snerta klof andstæðings

Mapi León í leik með Barcelona.
Mapi León í leik með Barcelona. AFP/Kenzo Tribouillard

Knatt­spyrnu­kon­an Mapi León hef­ur verið úr­sk­urðuð í tveggja leikja bann af spænska knatt­spyrnu­sam­band­inu fyr­ir að snerta and­stæðing á óviðeig­andi hátt.

At­vikið átti sér stað á 15. mín­útu leiks Barcelona og Esp­anyol í efstu deild Spán­ar. León, sem leik­ur með Barcelona, var ósátt eft­ir orðaskipti við Danielu Caracas hjá Esp­anyol og brást við með að snerta klofið á henni.

Mun León, sem er landsliðskona Spán­ar, missa af leikj­um Barcelona gegn Atlético Madrid og Sevilla. León sjálf hef­ur ávallt lýst yfir sak­leysi sínu en málið hef­ur staðið yfir í tvo mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert