Knattspyrnukonan Mapi León hefur verið úrskurðuð í tveggja leikja bann af spænska knattspyrnusambandinu fyrir að snerta andstæðing á óviðeigandi hátt.
Atvikið átti sér stað á 15. mínútu leiks Barcelona og Espanyol í efstu deild Spánar. León, sem leikur með Barcelona, var ósátt eftir orðaskipti við Danielu Caracas hjá Espanyol og brást við með að snerta klofið á henni.
Mun León, sem er landsliðskona Spánar, missa af leikjum Barcelona gegn Atlético Madrid og Sevilla. León sjálf hefur ávallt lýst yfir sakleysi sínu en málið hefur staðið yfir í tvo mánuði.