Adam í ótímabundið leyfi

Adam Ingi Benediktsson á æfingu með U21-árs landsliðinu.
Adam Ingi Benediktsson á æfingu með U21-árs landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Adam Ingi Bene­dikts­son, markvörður Öster­sund í Svíþjóð, hef­ur ákveðið að taka sér ótíma­bundið leyfi frá knatt­spyrnuiðkun af per­sónu­leg­um ástæðum.

Öster­sund, sem leik­ur í B-deild, skýr­ir frá ákvörðun Adams Inga á heimasíðu sinni.

„Fé­lagið styður við bakið á Adam og er í stöðugum sam­skipt­um við hann. Við von­um að hann snúi aft­ur til okk­ar fljót­lega,“ sagði í til­kynn­ingu sænska fé­lags­ins.

Hann er 22 ára gam­all og gekk til liðs við Öster­sund frá Gauta­borg fyr­ir síðasta tíma­bil. Einnig hef­ur Adam Ingi leikið með Troll­hätt­an og Västra Fröl­unda að láni frá Gauta­borg. Hann var vara­markvörður Öster­sund í tveim­ur fyrstu leikj­um tíma­bils­ins en spilaði 15 leiki með liðinu í B-deild­inni á síðasta ári.

Markvörður­inn ólst upp hjá HK og FH hér á landi, gekk ung­ur að árum til liðs við Gauta­borg, þar sem hann spilaði 9 leiki í úr­vals­deild­inni, og á að baki sjö leiki fyr­ir U21-árs landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert