PSG slapp á Villa Park

Desire Doue hjá PSG og Ian Maatsen hjá Aston Villa …
Desire Doue hjá PSG og Ian Maatsen hjá Aston Villa eigast við í leiknum í Birmingham í kvöld. AFP/Paul Ellis

Par­ís SG frá Frakklandi og Barcelona frá Spáni eru kom­in í undanúr­slit Meist­ara­deild­ar karla í fót­bolta eft­ir seinni leik­ina gegn Ast­on Villa og Dort­mund á Englandi og í Þýskalandi í kvöld.

PSG þurfti virki­lega að hafa fyr­ir því að verja tveggja marka for­skot sitt úr fyrri leikn­um í Par­ís, sem endaði 3:1, en komst samt í 5:1 sam­an­lagt í ein­víg­inu.

Achraf Hakimi og Nuno Mendes virt­ust vera bún­ir að gera út um mál­in með því að koma Frökk­un­um í 2:0 eft­ir 28 mín­út­ur.

Youri Tielem­ans gaf Villa von þegar hann minnkaði mun­inn í 2:1 á 34. mín­útu en PSG var sam­tals 5:2 yfir í hálfleik.

Það breytt­ist hratt þegar Ast­on Villa skoraði tvö mörk snemma í síðari hálfleik. John McG­inn á 55. mín­útu og svo Ezri Konsa tveim­ur mín­út­um síðar eft­ir send­ingu frá Marcusi Rash­ford.

Staðan var skyndi­lega orðin 3:2 fyr­ir Ast­on Villa og 5:4 sam­an­lagt fyr­ir PSG, og enn meira en hálf­tími eft­ir. En Frakk­arn­ir héldu fengn­um hlut og eru komn­ir í undanúr­slit þar sem þeir mæta Arsenal eða Real Madrid.

Barcelona fór með 4:0 for­skot til Þýska­lands en lenti í mikl­um vand­ræðum með Ser­hou Guirassy, sem skoraði þrennu fyr­ir Dort­mund. Þýska liðið vann 3:1 en Barcelona 5:3 sam­an­lagt. Þýska liðið skoraði sjálfs­mark á 54. mín­útu og þar með var staðan 2:1, þannig að for­skot Barcelona var aldrei í virki­legri hættu.

Barcelona mæt­ir annað hvort In­ter Mílanó eða Bayern München í undanúr­slit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert