Ancelotti rekinn á morgun?

Carlo Ancelotti á hliðarlínunni í kvöld.
Carlo Ancelotti á hliðarlínunni í kvöld. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Car­lo Ancelotti horfði á læri­sveina sína í Real Madrid tapa fyr­ir Arsenal, 2:1, á heima­velli í Meist­ara­deild Evr­ópu í fót­bolta í kvöld.

Real tapaði úti­leikn­um 3:0 og ein­víg­inu sam­an­lagt 5:1. Fór Arsenal því í undanúr­slit á kostnað ríkj­andi meist­ar­anna.

Ancelotti viður­kenndi á blaðamanna­fundi eft­ir leik að hann gæti verið rek­inn á morg­un vegna úr­slit­anna.

„Kannski hætti ég eft­ir tíma­bilið eða eft­ir næsta tíma­bil þegar ég verð samn­ings­laus. Það er ekk­ert vanda­mál.

Kannski verð ég rek­inn á morg­un, eða eft­ir eitt ár. Kannski eft­ir tíu ár,“ svaraði Ancelotti er hann var spurður út í framtíð sína.

Hef­ur Ítal­inn verið orðaður grimmt við stöðu landsliðsþjálf­ara karla hjá Bras­il­íu und­an­farna mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert