Fjögur mörk og Inter í undanúrslit

Franski varnarmaðurinn Benjamin Pavard skoraði það sem reyndist sigurmarkið í …
Franski varnarmaðurinn Benjamin Pavard skoraði það sem reyndist sigurmarkið í einvíginu. AFP/Isabella Bonotto

Ítal­íu­meist­ar­ar In­ter Mílanó tryggðu sér í kvöld sæti í undanúr­slit­um Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í fót­bolta með 2:2-jafn­tefli á heima­velli gegn Bayern München. In­ter vann fyrri leik­inn 2:1 og ein­vígið sam­an­lagt 4:3.

Eft­ir marka­laus­an fyrri hálfleik kom Harry Kane gest­un­um í Bayern yfir á 52. mín­útu. Aðeins sex mín­út­um síðar jafnaði Laut­aro Martín­ez og þrem­ur mín­út­um eft­ir það kom Benjam­in Pav­ard heima­mönn­um í 2:1.

Eric Dier jafnaði í 2:2 á 76. mín­útu en nær komst Bayern ekki og In­ter, sem lék til úr­slita árið 2023, er komið áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert