Ítalíumeistarar Inter Mílanó tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta með 2:2-jafntefli á heimavelli gegn Bayern München. Inter vann fyrri leikinn 2:1 og einvígið samanlagt 4:3.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Harry Kane gestunum í Bayern yfir á 52. mínútu. Aðeins sex mínútum síðar jafnaði Lautaro Martínez og þremur mínútum eftir það kom Benjamin Pavard heimamönnum í 2:1.
Eric Dier jafnaði í 2:2 á 76. mínútu en nær komst Bayern ekki og Inter, sem lék til úrslita árið 2023, er komið áfram.