Gæti snúið heim

Joao Felix í leik með Chelsea í Sambandsdeildinni í vetur.
Joao Felix í leik með Chelsea í Sambandsdeildinni í vetur. AFP/Justin Tallis

Portú­galski knatt­spyrnumaður­inn João Félix gæti verið á heim­leið en hann hef­ur átt erfitt upp­drátt­ar und­an­far­in ár.

Félix þótti einn efni­leg­asti leikmaður Evr­ópu er hann fór ung­ur að árum til Atlético Madrid á met­fé.

Sókn­ar­maður­inn sló hins veg­ar ekki í gegn hjá Atlético og var lánaður til Barcelona og Chel­sea. Enska fé­lagið keypti hann síðan fyr­ir yf­ir­stand­andi tíma­bil.

Ekki náði Félix að heilla í Lund­ún­um og var hann því lánaður til AC Mil­an, þar sem hann hef­ur einnig átt erfitt upp­drátt­ar.

Record í Portúgal grein­ir frá því að upp­eld­is­fé­lagið Ben­fica hafi mik­inn áhuga á að fá Félix í sín­ar raðir á ný og þá að láni frá Chel­sea fyrst um sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert