Landsliðsmaður féll af byggingu og lést

Aaron Boupendza (t.v.) fagnar sigurmarki sem hann skoraði í landsleik …
Aaron Boupendza (t.v.) fagnar sigurmarki sem hann skoraði í landsleik með Gabon. AFP

Aaron Boupendza, landsliðsmaður Ga­bon í knatt­spyrnu, er lát­inn aðeins 28 ára að aldri eft­ir að hafa fallið af bygg­ingu í Kína, þar sem hann lék með liði Zhejiang.

Boupendza var sókn­ar­maður sem lék alls 35 lands­leiki fyr­ir Ga­bon og skoraði átta mörk. Lék hann til að mynda með liðinu á Afr­íku­mót­inu í Kam­erún árið 2022.

„Boupendza er minnst sem frá­bærs sókn­ar­manns sem setti mark sitt á mót­inu í Kam­erún. Sam­bandið og ga­bonska knatt­spyrnu­fjöl­skyld­an vott­ar fjöl­skyldu hans sín­ar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði í til­kynn­ingu frá knatt­spyrnu­sam­bandi Ga­bons.

Á ferl­in­um kom Boupendza víða við en ásamt því að spila í Kína og heima­land­inu lék hann í Frakklandi, Portúgal, Tyrklandi, Kat­ar, Sádi-Ar­ab­íu og Banda­ríkj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert