Skytturnar auðveldlega í undanúrslit

Liðsmenn Arsenal fagna marki Bukayo Saka í kvöld.
Liðsmenn Arsenal fagna marki Bukayo Saka í kvöld. AFP/Oscar Del Pozo

Real Madrid tók á móti Arsenal í seinni leik liðanna í 8-liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í fót­bolta í kvöld.

Fyrri leik liðanna lauk með þriggja marka sigri Arsenal og var brekk­an því brött fyr­ir heima­menn í Real Madrid. Það bjugg­ust marg­ir við sigri Real Madrid í kvöld en Mikel Arteta og hans menn voru á öðru máli. Eft­ir frá­bæra frammistöðu vann Arsenal í kvöld, 2:1 og ein­vígið því sam­an­lagt 5:1.

Leik­ur­inn fór fjör­lega af stað og eft­ir aðeins tvær mín­út­ur var Kyli­an Mbappe bú­inn að koma bolt­an­um í netið fyr­ir Real Madrid. Markið stóð þó ekki þar sem franski fram­herj­inn var rétti­lega dæmd­ur rang­stæður.

Thibout Courtois ver hér vítaspyrnu frá Bukayo Saka í upphafi …
Thi­bout Courtois ver hér víta­spyrnu frá Bukayo Saka í upp­hafi leiks. AFP/​Oscar Del Pozo

Á 10. mín­útu leiks­ins var franski dóm­ar­inn, Franco­is Letex­ier, send­ur í VAR skjá­inn þar sem hann komst að þeirri niður­stöðu að Arsenal ætti að fá víta­spyrnu. Eft­ir horn­spyrnu þá reif Raul Asencio landa sinn Mikel Mer­ino niður í teign­um og dæmd var víta­spyrna. Bukayo Saka fór á punkt­inn og vippaði hann bolt­an­um í vinstra hornið en Thi­bout Courtois sá við hon­um og varði frek­ar auðveld­lega.

Á 23. mín­útu virt­ist Real Madrid vera að fá víta­spyrnu þegar Letex­ier dæmdi á Decl­an Rice. Eng­lend­ing­ur­inn var dæmd­ur brot­leg­ur fyr­ir að halda í Kyli­an Mbappe. Eft­ir langa VAR skoðun þá dróg Letex­ier dóm­inn til baka, stuðnings­mönn­um Real Madrid til mik­ill­ar reiði.

Fyrri hálfleik­ur­inn ein­kennd­ist af mikl­um barn­ingi þar sem heima­menn reyndu hvað þeir gátu að pota inn marki en varn­ar­múr Arsenal stóð fast­ur og hleypti engu í gegn. Því var marka­laust þegar Letex­ier flautaði til hálfleiks.

Seinni hálfleik­ur­inn fór ró­lega af stað en á 65. mín­útu bætti Bukayo Saka fyr­ir víta­spyrnu­klúðrið þegar hann kom Arsenal yfir í leikn­um og í fjög­urra marka for­ystu sam­an­lagt. Mikel Mer­ino átti þá frá­bæra send­ingu inn­fyr­ir vörn heima­manna og fann þar Saka í hlaup­inu. Enski landsliðsmaður­inn tók við bolt­an­um og vippaði skemmti­lega yfir Courtois í mark­inu og stuðnings­menn Arsenal í draumalandi.

Gabriel Martinelli fagnar marki sínu undir lok leiks í kvöld.
Gabriel Mart­inelli fagn­ar marki sínu und­ir lok leiks í kvöld. AFP/​Javier Soriano

Tveim­ur mín­út­um síðar gerði hins­veg­ar William Saliba skelfi­leg mis­tök í vörn Arsenal þegar hann lét Vinicius Jr. hirða af sér bolt­ann. Vinicius átti lítið annað eft­ir en að setja bolt­ann í netið sem hann gerði og jafnaði þar með leik­inn, 1:1.

Í upp­bót­ar­tíma kom síðan sig­ur­mark leiks­ins þegar Mikel Mer­ino renndi bolt­an­um inn­fyr­ir vörn Real Madrid á Gabriel Mart­inelli. Bras­il­íumaður­inn stakk Fran Garcia af og kláraði færi sitt frá­bær­lega fram­hjá Courtois í marki heima­manna og inn­siglaði sig­ur Arsenal.

Real Madrid 1:2 Arsenal opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert