Albert og félagar í undanúrslit

Albert Guðmundsson er kominn í undanúrslit.
Albert Guðmundsson er kominn í undanúrslit. Ljósmynd/Alex Nicodim

Al­bert Guðmunds­son og sam­herj­ar hans í ít­alska liðinu Fior­ent­ina tryggðu sér í kvöld sæti í undanúr­slit­um Sam­bands­deild­ar­inn­ar í fót­bolta.

Dugði Fior­ent­ina jafn­tefli á heima­velli gegn Celje frá Slóven­íu, 2:2 en Fior­ent­ina vann úti­leik­inn 2:1.

Al­bert var í byrj­un­arliði Fior­ent­ina og fór af velli á loka­mín­út­unni. Moise Kean var hetja Fior­ent­ina því hann skoraði sig­ur­markið í ein­víg­inu er hann jafnaði í 2:2 á 67. mín­útu.

Spænska liðið Real Bet­is er einnig komið áfram eft­ir sig­ur á Jagiellonia frá Póllandi, 3:1, sam­an­lagt. Skildu liðin jöfn í Póllandi í dag, 1:1, en Bet­is vann heima­leik­inn 2:0.

Fior­ent­ina og Bet­is mæt­ast í undanúr­slit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert