Ancelotti mun klára mánuðinn

Carlo Ancelotti faðmar Mikel Arteta stjóra Arsenal.
Carlo Ancelotti faðmar Mikel Arteta stjóra Arsenal. AFP/Javier Soriano

Bú­ist er við því að Ítal­inn Car­lo Ancelotti, knatt­spyrn­u­stjóri karlaliðs Real Madrid, hætti sem stjóri liðsins und­ir lok mánaðar. 

SkySports seg­ir frá en Real Madrid datt út fyr­ir Arsenal, 5:1 sam­an­lagt, í átta liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar­inn­ar í gær og er fjór­um stig­um á eft­ir toppliði Barcelona í spænsku deild­inni. 

Ancelotti mun stýra liðinu í úr­slita­leik spænska bik­ars­ins gegn Barcelona þann 26. apríl og síðan hætta. Þá seg­ir miðil­inn enn­frem­ur að lík­legt sé að hann verði næsti þjálf­ari bras­il­íska landsliðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert