Búist er við því að Ítalinn Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri karlaliðs Real Madrid, hætti sem stjóri liðsins undir lok mánaðar.
SkySports segir frá en Real Madrid datt út fyrir Arsenal, 5:1 samanlagt, í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og er fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona í spænsku deildinni.
Ancelotti mun stýra liðinu í úrslitaleik spænska bikarsins gegn Barcelona þann 26. apríl og síðan hætta. Þá segir miðilinn ennfremur að líklegt sé að hann verði næsti þjálfari brasilíska landsliðsins.