Magnað afrek norska liðsins

Leikmenn Bodø/Glimt fagna í leikslok.
Leikmenn Bodø/Glimt fagna í leikslok. AFP/Filippo Monteforte

Bodø/​Glimt frá Nor­egi er komið í undanúr­slit Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í fót­bolta eft­ir sig­ur á ít­alska stórliðinu Lazio í átta liða úr­slit­um. Réðust úr­slit­in í víta­keppni í rosa­leg­um leik.

Valent­in Ca­stell­anos kom Lazio yfir á 20. mín­útu og Tijj­ani Nosl­in tryggði ít­alska liðinu fram­leng­ingu með öðru mark­inu í upp­bót­ar­tíma.

Boulaye Dia kom Lazio síðan í 3:0 á 99. mín­útu. Bodø/​Glimt neitaði að gef­ast upp og Andreas Hel­mer­sen tryggði norska liðinu víta­keppni með marki á 109. mín­útu.

Í henni skoraði Bodø/​Glimt úr þrem­ur spyrn­um gegn tveim­ur og fór því áfram í undanúr­slit­in þar sem liðið mæt­ir Totten­ham.

Norska liðið var ekki eina liðið frá Norður­lönd­un­um sem komst í undanúr­slit í Evr­ópu­keppni í kvöld því Djurgår­d­en frá Svíþjóð gerði slíkt hið sama er liðið vann Rapid Vín í Sam­bands­deild­inni.

Rapid vann fyrri leik­inn á úti­velli 1:0 en staðan eft­ir venju­leg­an leiktíma í kvöld var 2:1 fyr­ir Djurgår­d­en og 2:2 sam­an­lagt. Varð því að fram­lengja. Í fram­leng­ing­unni skoraði Djurgår­d­en tvö mörk og fór áfram.

Djurgår­d­en fær verðugt verk­efni í undanúr­slit­um því liðið mæt­ir enska liðinu Chel­sea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert