United áfram eftir stórkostlegan níu marka leik

Manchester United er komið í undanúr­slit Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í fót­bolta eft­ir sig­ur á franska liðinu Lyon í stór­kost­leg­um leik á Old Trafford í Manchester í kvöld.

United vann fram­lengd­an leik 5:4 eft­ir að Lyon komst í 4:2 í fram­leng­ingu. Enska liðið mæt­ir At­hletic Bil­bao frá Spáni í undanúr­slit­um. Urðu sam­an­lagðar loka­töl­ur í ein­víg­inu 7:6.

Heima­menn í United byrjuðu bet­ur og komust yfir á 10. mín­útu er Manu­el Ug­ar­te af­greiddi bolt­ann af ör­yggi í markið eft­ir send­ingu frá Al­ej­andro Garnacho.

Alexandre Lacazette hjá Lyon og Harry Maguire varnarmaður United eigast …
Al­ex­andre Lacazette hjá Lyon og Harry Maguire varn­ar­maður United eig­ast við í kvöld. AFP/​Oli Scarff

Var staðan 1:0 fram að loka­mín­útu fyrri hálfleiks en þá tvö­faldaði Di­ogo Dalot for­skotið með góðu skoti í stöng og inn eft­ir langa send­ingu frá Harry Maguire.

Gest­irn­ir í Lyon neituðu að gef­ast upp og þeir minnkuðu mun­inn í 2:1 á 71. mín­útu þegar Cor­ent­in Tol­is­so skoraði með skalla af stuttu færi.

Átta mín­út­um síðar jafnaði Nicolás Tagliafico með skoti úr þröngu færi eft­ir send­ingu frá Ainsley Mait­land-Ni­les.

Corentin Tolisso minnkar muninn í 2:1.
Cor­ent­in Tol­is­so minnk­ar mun­inn í 2:1. AFP/​Oli Scarff

Urðu mörk­in ekki fleiri en Lyon varð fyr­ir áfalli á 89. mín­útu þegar áður­nefnd­ur Tol­is­so fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Léku gest­irn­ir því manni færri alla fram­leng­ing­una.

Þrátt fyr­ir það skoraði Ray­an Cherki þriðja markið á 105. mín­útu með glæsi­legri af­greiðslu við víta­teigs­lín­una. Al­ex­andre Lacazette gerði svo annað mark Lyon í fram­leng­ing­unni úr víti á 110. mín­út­unni og staðan allt í einu orðin 4:2 fyr­ir Lyon.

United neitaði að gef­ast upp og Bruno Fern­and­es minnkaði mun­inn úr víti á 114. mín­útu og Kobbie Main­oo jafnaði með glæsi­legri af­greiðslu úr teign­um á loka­mín­útu fram­leng­ing­ar­inn­ar.

Manuel Ugarte skorar fyrsta mark leiksins.
Manu­el Ug­ar­te skor­ar fyrsta mark leiks­ins. AFP/​Oli Scarff

Heima­menn voru ekki hætt­ir því varn­ar­maður­inn Harry Maguire tryggði United einn ótrú­leg­asta sig­ur liðsins í mörg ár er hann skallaði í netið af stuttu færi í upp­bót­ar­tíma fram­leng­ing­ar­inn­ar og þar við sat.

Man. United 5:4 Lyon opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert