Albert til Everton eða Inter?

Albert Guðmundsson er eftirsóttur.
Albert Guðmundsson er eftirsóttur. Ljósmynd/Fiorentina

Enska úr­vals­deild­ar­fé­lagið Evert­on er til­búið að veita ít­alska stórliðinu In­ter Mílanó sam­keppni um þjón­ustu Al­berts Guðmunds­son­ar, sem nú er á mála hjá Fior­ent­ina á láni frá Genoa á Ítal­íu.

Frá þessu seg­ir vef­miðill­inn Team Talk og hef­ur eft­ir heim­ild­ar­mönn­um að enska liðið, sem leik­ur á nýj­um glæsi­leg­um heim­velli í Li­verpool á næstu leiktíð, fylg­ist vel með gangi mála hjá Al­berti.

Óvíst hvort Fior­ent­ina nýti for­kaups­rétt

Fior­ent­ina samdi við Genoa um for­kaups­rétt á Al­berti en enn er óvíst hvort ít­alska fé­lagið hygg­ist nýta þann rétt.  

Fior­ent­ina greiddi Genoa um 5 millj­ón­ir punda fyr­ir Al­bert en for­kaups­rétt­ur­inn hljóðar upp á 14 millj­ón­ir punda auk 3 millj­óna punda í viðbót­ar­greiðslur.

Heim­ild­ir enska miðils­ins herma að verðið á Al­berti muni ekki í meira en 20 millj­ón­ir punda í sum­ar ef Fior­ent­ina kýs að nýta ekki for­kaups­rétt­inn. Verð sem Evert­on gæti vel sætt sig við.

Stærsta ógn Evert­on kem­ur þó frá stórliði In­ter Mílanó sem enn hef­ur áhuga á þjón­ustu Al­berts, sem hef­ur sannað sig í A-deild ít­alska fót­bolt­ans.

Dav­id Moyes, knatt­spyrn­u­stjóri Evert­on, þarf á styrk­ingu að halda fremst á vell­in­um en samn­ing­ur Dom­inics Cal­vert-Lew­ins er að renna út og Arm­ando Broja stefn­ir aft­ur til Chel­sea þaðan sem hann er á láni.

Liam Delap fram­herji Ipswich hef­ur einnig verið orðaður við Evert­on sem og Evan Fergu­son frá West Ham en hann er þar á láni frá Bright­on.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert