Sóknarmaðurinn Darwin Núnez hefur mögulega byrjað sinn síðasta leik fyrir enska knattspyrnuliðið Liverpool.
Núnez, sem er væntanlega á förum frá félaginu eftir tímabilið, hefur byrjað 49 leiki fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni.
A Bola í Portúgal greinir frá að Liverpool þurfi að greiða Benfica fimm milljónir evra ef hann byrjar 50 deildarleiki fyrir enska liðið.
Liverpool keypti Núnez á 64 milljónir punda árið 2022 og fylgdu hinar ýmsu klásúlur með í kaupverðinu.
Núnez byrjaði síðast leik í deildinni 8. mars. Síðan þá hefur hann fjórum sinnum komið af bekknum og tvisvar ekkert komið við sögu.