Aldrei aftur í byrjunarliði Liverpool?

Darwin Núnez fær lítið að spila þessa dagana.
Darwin Núnez fær lítið að spila þessa dagana. AFP/Oli Scarff

Sókn­ar­maður­inn Darw­in Núnez hef­ur mögu­lega byrjað sinn síðasta leik fyr­ir enska knatt­spyrnuliðið Li­verpool.

Núnez, sem er vænt­an­lega á för­um frá fé­lag­inu eft­ir tíma­bilið, hef­ur byrjað 49 leiki fyr­ir liðið í ensku úr­vals­deild­inni.

A Bola í Portúgal grein­ir frá að Li­verpool þurfi að greiða Ben­fica fimm millj­ón­ir evra ef hann byrj­ar 50 deild­ar­leiki fyr­ir enska liðið.

Li­verpool keypti Núnez á 64 millj­ón­ir punda árið 2022 og fylgdu hinar ýmsu klásúl­ur með í kaup­verðinu.

Núnez byrjaði síðast leik í deild­inni 8. mars. Síðan þá hef­ur hann fjór­um sinn­um komið af bekkn­um og tvisvar ekk­ert komið við sögu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert