Orri fær nýjan stjóra

Imanol Alguacil.
Imanol Alguacil. AFP/Oscar del Pozo

Spán­verj­inn Imanol Alguacil, knatt­spyrn­u­stjóri Real Sociedad á Spáni, mun hætta störf­um eft­ir tíma­bilið.

Liðið til­kynnti þetta í dag en Alguacil hef­ur stýrt liðinu frá des­em­ber 2018 og gerði liðið að bikar­meist­ur­um á Spáni tíma­bilið 2019/​20.

Orri Óskars­son er leikmaður liðsins sem er í ní­unda sæti deild­ar­inn­ar með 42 stig og í harðri bar­áttu um að spila í Evr­ópu­keppni á næsta tíma­bili. Orri hef­ur skorað þrjú mörk í 23 deild­ar­leikj­um á tíma­bil­inu og hef­ur níu sinn­um verið í byrj­un­arliði.

Orri Óskarsson er leikmaður Real Sociedad.
Orri Óskars­son er leikmaður Real Sociedad. AFP/​LLu­is Gene
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert