Spánverjinn Imanol Alguacil, knattspyrnustjóri Real Sociedad á Spáni, mun hætta störfum eftir tímabilið.
Liðið tilkynnti þetta í dag en Alguacil hefur stýrt liðinu frá desember 2018 og gerði liðið að bikarmeisturum á Spáni tímabilið 2019/20.
Orri Óskarsson er leikmaður liðsins sem er í níunda sæti deildarinnar með 42 stig og í harðri baráttu um að spila í Evrópukeppni á næsta tímabili. Orri hefur skorað þrjú mörk í 23 deildarleikjum á tímabilinu og hefur níu sinnum verið í byrjunarliði.