Eiginkonu og fimm ára barni ekvadorska knattspyrnumannsins Jacksons Rodríguez var rænt aðfaranótt miðvikudags.
Mannránið átti sér stað klukkan þrjú um nótt í borginni Guayaquil í Ekvador.
Rodríguez faldi sig undir rúminu á meðan atvikið átti sér stað. Glæpamennirnir tóku konu og barn Rodríguez eftir að hafa spurt hvort hann væri heima.
Eftir að glæpamennirnir yfirgáfu heimilið sá Rodríguez þá keyra í burtu í gráum pallbíl.
Rodríguez leikur sem varnarmaður með liðinu Emelec í heimalandinu.