Rændu eiginkonu og barni knattspyrnumannsins

Jackson Rodríguez í leik með Emelec.
Jackson Rodríguez í leik með Emelec. Skjáskot/Instagram

Eig­in­konu og fimm ára barni ekvadorska knatt­spyrnu­manns­ins Jacksons Rodrígu­ez var rænt aðfaranótt miðviku­dags.

Mann­ránið átti sér stað klukk­an þrjú um nótt í borg­inni Guayaquil í Ekvador.

Rodrígu­ez faldi sig und­ir rúm­inu á meðan at­vikið átti sér stað. Glæpa­menn­irn­ir tóku konu og barn Rodrígu­ez eft­ir að hafa spurt hvort hann væri heima.

Eft­ir að glæpa­menn­irn­ir yf­ir­gáfu heim­ilið sá Rodrígu­ez þá keyra í burtu í grá­um pall­bíl.

Rodrígu­ez leik­ur sem varn­ar­maður með liðinu Emelec í heima­land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert