Frestað hjá Þóri vegna andláts

Þórir Jóhann Helgason leikur með Lecce.
Þórir Jóhann Helgason leikur með Lecce. Ljósmynd/Alex Nicodim

Leik Atal­anta og Lecce í A-deild Ítal­íu hef­ur verið frestað um tvo daga en leik­ur­inn átti að fara fram í Berga­mó í kvöld.

Ástæða frest­un­ar­inn­ar er and­lát Graziano Fio­rita sjúkraþjálf­ara Lecce í æf­inga­ferð liðsins í Coccaglio. Hann hafði starfað fyr­ir fé­lagið í meira en tvo ára­tugi.

Þórir Jó­hann Helga­son er leikmaður Lecce, sem er í 17. sæti deild­ar­inn­ar með 26 stig, einu stigi fyr­ir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert