Leik Atalanta og Lecce í A-deild Ítalíu hefur verið frestað um tvo daga en leikurinn átti að fara fram í Bergamó í kvöld.
Ástæða frestunarinnar er andlát Graziano Fiorita sjúkraþjálfara Lecce í æfingaferð liðsins í Coccaglio. Hann hafði starfað fyrir félagið í meira en tvo áratugi.
Þórir Jóhann Helgason er leikmaður Lecce, sem er í 17. sæti deildarinnar með 26 stig, einu stigi fyrir ofan fallsæti.