Real Madríd hafði betur gegn Madríd CFF í grannaslag í efstu deild spænska fótboltans í kvöld.
Real komst í 3:1 en Madríd CFF jafnaði í 3:3. Real skoraði hins vegar fjögur mörk til viðbótar og vann öruggan sigur að lokum.
Hildur Antonsdóttir lék allan leikinn með Madríd. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom inn á hjá liðinu á 84. mínútu.
Madríd er í tíunda sæti deildarinnar með 29 stig eftir 27 leiki. Real Madríd er í öðru sæti með 71 stig, stigi á eftir toppliði Barcelona.