Spiluðu í tíu marka Madrídarslag

Hildur Antonsdóttir lék allan leikinn gegn stórliði Real Madríd.
Hildur Antonsdóttir lék allan leikinn gegn stórliði Real Madríd. mbl.is/Karítas

Real Madríd hafði bet­ur gegn Madríd CFF í granna­slag í efstu deild spænska fót­bolt­ans í kvöld.

Real komst í 3:1 en Madríd CFF jafnaði í 3:3. Real skoraði hins veg­ar fjög­ur mörk til viðbót­ar og vann ör­ugg­an sig­ur að lok­um.

Hild­ur Ant­ons­dótt­ir lék all­an leik­inn með Madríd. Ásdís Kar­en Hall­dórs­dótt­ir kom inn á hjá liðinu á 84. mín­útu.

Madríd er í tí­unda sæti deild­ar­inn­ar með 29 stig eft­ir 27 leiki. Real Madríd er í öðru sæti með 71 stig, stigi á eft­ir toppliði Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert