Akureyringurinn var hetjan

María Catharina Ólafsdóttir Gros var hetja Linköping.
María Catharina Ólafsdóttir Gros var hetja Linköping. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Lin­köp­ing hafði bet­ur gegn Al­ingsås, 1:0, á úti­velli í sænsku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag.

María Cat­harína Ólafs­dótt­ir Gros skoraði sig­ur­mark liðsins á 22. mín­útu og lék all­an leik­inn.

Sig­ur­inn var sá fyrsti hjá liðinu á tíma­bil­inu en Lin­köp­ing er í 12. sæti af 14 með fjög­ur stig.

Bryn­dís Arna Ní­els­dótt­ir lék fyrstu 66 mín­út­urn­ar með Växjö er liðið gerði jafn­tefli við Vitt­sjö, 2:2, á heima­velli. Liðið er í 11. sæti með fjög­ur stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert