Linköping hafði betur gegn Alingsås, 1:0, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
María Catharína Ólafsdóttir Gros skoraði sigurmark liðsins á 22. mínútu og lék allan leikinn.
Sigurinn var sá fyrsti hjá liðinu á tímabilinu en Linköping er í 12. sæti af 14 með fjögur stig.
Bryndís Arna Níelsdóttir lék fyrstu 66 mínúturnar með Växjö er liðið gerði jafntefli við Vittsjö, 2:2, á heimavelli. Liðið er í 11. sæti með fjögur stig.