Barcelona meistari eftir ótrúlegan leik við Real

Jules Kounde fagnar sigurmarkinu með Pau Víctor.
Jules Kounde fagnar sigurmarkinu með Pau Víctor. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Barcelona er spænsk­ur bikar­meist­ari í fót­bolta eft­ir magnaðan sig­ur á Real Madrid, 3:2, í fram­lengd­um úr­slita­leik í Sevilla í kvöld.

Barcelona byrjaði bet­ur og Pedri skoraði fyrsta markið á 28. mín­útu eft­ir send­ingu frá Lam­ine Yamal. Reynd­ist það eina mark fyrri hálfleiks.

Real sneri leikn­um sér í vil á sjö mín­útna kafla í seinni hálfleik. Fyrst jafnaði Kyli­an Mbappé á 70. mín­útu og sjö mín­út­um síðar kom Aurélien Tchouaméni Real í 2:1.

Barcelona gafst ekki upp því Fer­rán Tor­res tryggði liðinu fram­leng­ingu með fjórða marki leiks­ins á 84. mín­útu í afar fjör­leg­um seinni hálfleik.

Í fram­leng­ing­unni var ekk­ert skorað fram að 116. mín­útu en þá sá franski varn­ar­maður­inn Jou­les Koundé um að gera þriðja mark Barcelona og tryggja liðinu drama­tísk­an sig­ur á erkifjend­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert