Celtic er Skotlandsmeistari karla í knattspyrnu fjórða árið í röð og í 13. skiptið af síðustu 14 eftir stórsigur á Dundee United, 5:0, í Dundee í dag.
Celtic er með 84 stig eftir 34 umferðir en Rangers er með 67 stig og getur ekki enn náð toppliðinu.
Celtic hefur haft algjöra yfirburði í Skotlandi í meira en áratug en liðið hefur meðal annars skorað 102 mörk og fengið aðeins 22 á sig í deildinni.