Celtic Skotlandsmeistari 13 af síðustu 14 skiptum

Celtic er Skotlandsmeistari fjórða árið í röð.
Celtic er Skotlandsmeistari fjórða árið í röð. AFP/Andy Buchanan

Celtic er Skot­lands­meist­ari karla í knatt­spyrnu fjórða árið í röð og í 13. skiptið af síðustu 14 eft­ir stór­sig­ur á Dundee United, 5:0, í Dundee í dag. 

Celtic er með 84 stig eft­ir 34 um­ferðir en Ran­gers er með 67 stig og get­ur ekki enn náð toppliðinu. 

Celtic hef­ur haft al­gjöra yf­ir­burði í Skotlandi í meira en ára­tug en liðið hef­ur meðal ann­ars skorað 102 mörk og fengið aðeins 22 á sig í deild­inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert