Forsetinn hellti sér yfir stórliðið

Þar sem blaðamannafundur Real Madrid átti að fara fram í …
Þar sem blaðamannafundur Real Madrid átti að fara fram í gær. AFP/Cristina Quicler

Javier Tebas, for­seti efstu deild­ar karla í spænska fót­bolt­an­um, var allt annað en sátt­ur við hegðun Real Madrid fyr­ir úr­slita­leik liðsins gegn Barcelona í bik­ar­keppn­inni sem fer fram í Sevilla í kvöld. 

Ricar­do de Burgos Bengoetx­ea dæm­ir úr­slita­leik­inn í kvöld en for­ráðamenn Real Madrid voru ekki sátt­ir við það. Þá birti sjón­varps­stöð fé­lags­ins mynd­band af hinum ýmsu mis­tök­um sem dóm­ar­inn hef­ur gert á ferli sín­um á heimasíðu þess í aðdrag­anda leiks­ins. 

Dóm­ar­inn felldi tár á blaðamanna­fundi í gær vegna ásak­ana Real Madrid. Madriding­ar slepptu báðum æf­ing­um sín­um í gær og blaðamanna­fundi liðsins í mót­mæla­skyni og hótuðu að spila ekki leik­inn. 

Þeir munu hins veg­ar mæta til leiks í kvöld en Tebas var allt annað en sátt­ur við fram­komu fé­lags­ins. 

„Þetta er ekki fót­bolti, held­ur er fé­lagið að reyna setja sig í valda­stöðu. Þeir fíla ekki neitt sem spænska knatt­spyrnu­sam­bandið ger­ir og neita að taka þátt í breyt­ingu á dóm­ara­starf­semi en kvarta samt. 

Síðan þegar dóm­ar­inn verður þreytt­ur og tjá­ir sig eft­ir sí­fellda áreitni frá Real Madrid þá miss­ir fé­lagið vitið, hætt­ir við blaðamanna­fundi, æf­ing­ar og hót­ar að spila ekki leik­inn. Þeir vilja ekki bæta fót­bolt­ann, held­ur fá sinn eig­in,“ sagði Tebas meðal ann­ars á X. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert