Landsliðskonan á skotskónum

Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði.
Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

AGF vann útisig­ur á Brönd­by, 2:1, í dönsku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag. Brönd­by er í þriðja sæti með 30 stig og AGF í sjötta sæti með 23 stig.

Leik­ur­inn byrjaði þó vel fyr­ir Brönd­by því Ingi­björg Sig­urðardótt­ir skoraði fyrsta mark leiks­ins á 17. mín­útu.

Því miður fyr­ir hana dugðu mörk­in skammt því AGF svaraði með tveim­ur mörk­um. Ingi­björg lék all­an leik­inn með Brönd­by. Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir lék fyrstu 72 mín­út­urn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert