Wrexham tryggði sér í dag sæti í ensku B-deildinni í fótbolta með sigri á Charlton, 3:0, á heimavelli. Með sigrinum tryggði Wrexham sér annað sæti deildarinnar.
Félagið hefur verið á hraðri uppleið síðan Hollywood-stjörurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney festu kaup á því og hefur liðið farið upp um þrjár deildir á þremur tímabilum.
Birmingham hefur þegar tryggt sér toppsæti deildarinnar en með Birmingham leika þeir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted.
Wrexham mun þar með leika í B-deildinni fyrsta skipti í 43 ár en félagið féll þaðan árið 1982 eftir einu fjögur árin í þeirri deild í sögunni.