Magnað afrek Hollywood-liðsins

Sam Smith skoraði tvö fyrir Wrexham í dag.
Sam Smith skoraði tvö fyrir Wrexham í dag. Ljósmynd/Wrexham

Wrexham tryggði sér í dag sæti í ensku B-deild­inni í fót­bolta með sigri á Charlt­on, 3:0, á heima­velli. Með sigr­in­um tryggði Wrexham sér annað sæti deild­ar­inn­ar.

Fé­lagið hef­ur verið á hraðri upp­leið síðan Hollywood-stjör­urn­ar Ryan Reynolds og Rob McEl­henn­ey festu kaup á því og hef­ur liðið farið upp um þrjár deild­ir á þrem­ur tíma­bil­um.

Bir­ming­ham hef­ur þegar tryggt sér topp­sæti deild­ar­inn­ar en með Bir­ming­ham leika þeir Will­um Þór Will­umsson og Al­fons Samp­sted.

Wrexham mun þar með leika í B-deild­inni fyrsta skipti í 43 ár en fé­lagið féll þaðan árið 1982 eft­ir einu fjög­ur árin í þeirri deild í sög­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert