Mjög nálægt því að taka við Brasilíu

Carlo Ancelotti verður að öllum líkindum næsti þjálfari brasilíska karlalandsliðsins.
Carlo Ancelotti verður að öllum líkindum næsti þjálfari brasilíska karlalandsliðsins. AFP/Josep Lago

Ítal­inn Car­lo Ancelotti, knatt­spyrn­u­stjóri karlaliðs Real Madrid, verður að öll­um lík­ind­um næsti þjálf­ari bras­il­íska karla­landsliðsins. 

SkySports seg­ir frá en Ancelotti mun yf­ir­gefa Real Madrid, annaðhvort í þess­ari viku eða þegar tíma­bil­inu lýk­ur. 

Ancelotti er í viðræðum við bras­il­íska knatt­spyrnu­sam­bandið sem hef­ur lengi viljað fá hann. Sam­bandið vill að hann taki við fyr­ir lands­leik­ina í júní. 

Tíma­bil Real Madrid hef­ur verið mik­il von­brigði en liðið tapaði úr­slita­leik spænska bik­ars­ins fyr­ir Barcelona í gær­kvöldi, 3:2, og datt út úr átta liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar­inn­ar fyr­ir Arsenal, sam­an­lagt 5:1.

Þá er Real fjór­um stig­um á eft­ir Barcelona í deild­inni. 

Hins veg­ar hef­ur Ancelotti unnið allt sem hægt er með liðinu, meðal ann­ars þrjá Evr­ópu­meist­ara­titla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert