Sævar skaut Lyngby upp úr fallsæti

Sævar Atli Magnússon skoraði.
Sævar Atli Magnússon skoraði. Ljósmynd/Lyngby

Lyng­by er komið upp úr fallsæti í dönsku úr­vals­deild­inni í fót­bolta eft­ir 2:0-heima­sig­ur á Sil­ke­borg í dag.

Sæv­ar Atli Magnús­son var í byrj­un­arliði Lyng­by og hann inn­siglaði sig­ur­inn með öðru marki liðsins á 67. mín­útu. Hann fór af velli fjór­um mín­út­um síðar.

Lyng­by er nú í fjórða sæti af sex liðum í neðri hluta deild­ar­inn­ar en tvö neðstu liðin falla niður í B-deild.

Sönd­erjyske er í sæt­inu fyr­ir ofan Lyng­by með 30 stig. Liðið gerði jafn­tefli á heima­velli gegn Vi­borg, 2:2. Daní­el Leó Grét­ars­son lék all­an leik­inn með Sönd­erjyske en Krist­all Máni Inga­son var ekki í hópn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert