Lyngby er komið upp úr fallsæti í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 2:0-heimasigur á Silkeborg í dag.
Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby og hann innsiglaði sigurinn með öðru marki liðsins á 67. mínútu. Hann fór af velli fjórum mínútum síðar.
Lyngby er nú í fjórða sæti af sex liðum í neðri hluta deildarinnar en tvö neðstu liðin falla niður í B-deild.
Sönderjyske er í sætinu fyrir ofan Lyngby með 30 stig. Liðið gerði jafntefli á heimavelli gegn Viborg, 2:2. Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn með Sönderjyske en Kristall Máni Ingason var ekki í hópnum.