Íslendingaliðið sló stigametið - Willum skoraði

Willum Þór Willumsson skoraði og lagði upp í dag.
Willum Þór Willumsson skoraði og lagði upp í dag. Ljósmynd/Birmingham

Íslend­ingaliðið Bir­ming­ham sló stiga­metið í ensku C-deild karla í knatt­spyrnu er liðið hafði bet­ur gegn Mans­field, 4:0, í dag.

Bir­ming­ham hef­ur nú þegar tryggt sér topp­sætið í deild­inni en liðið er með 105 stig eft­ir 45 leiki. Wol­ves átti stiga­metið frá tíma­bil­inu 2013-14 er liðið endaði með 103 stig.

Þá vant­ar Bir­ming­ham tvö stig úr síðustu tveim­ur leikj­un­um til að slá stiga­metið í öll­um fjór­um deild­um Eng­lands. Rea­ding á metið en liðið fékk 106 stig í B-deild­inni tíma­bilið 2005-2006.

 

Will­um Þór Will­umsson var í byrj­un­arliði Bir­ming­ham en hann lagði upp fyrsta mark liðsins og skoraði síðan kort­eri seinna.

Al­fons Samp­sted var ekki í hóp Bir­ming­ham í dag.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert