Íslendingaliðið Birmingham sló stigametið í ensku C-deild karla í knattspyrnu er liðið hafði betur gegn Mansfield, 4:0, í dag.
Birmingham hefur nú þegar tryggt sér toppsætið í deildinni en liðið er með 105 stig eftir 45 leiki. Wolves átti stigametið frá tímabilinu 2013-14 er liðið endaði með 103 stig.
Þá vantar Birmingham tvö stig úr síðustu tveimur leikjunum til að slá stigametið í öllum fjórum deildum Englands. Reading á metið en liðið fékk 106 stig í B-deildinni tímabilið 2005-2006.
Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham en hann lagði upp fyrsta mark liðsins og skoraði síðan korteri seinna.
Alfons Sampsted var ekki í hóp Birmingham í dag.