Sveinn og Stefán á skotskónum

Stefán Ingi Sigurðarson skoraði.
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sand­efjord hafði bet­ur gegn Ham/​Ham í Íslend­inga­slag á heima­velli, 2:0, í norsku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag. Stefán Ingi Sig­urðar­son lék all­an leik­inn með Sand­efjord og gerði seinna mark liðsins.

Brynj­ar Ingi Bjarna­son lék all­an leik­inn með Ham/​Kam og Viðar Ari Jóns­son kom inn á sem varamaður á 83. mín­útu.

Ströms­god­set hafði bet­ur gegn Sarps­borg í öðrum Íslend­inga­slag, 3:2. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður hjá Sarps­borg á 63. mín­útu og skoraði annað mark liðsins á loka­mín­út­unni. Logi Tóm­as­son lék fyrstu 69 mín­út­urn­ar með Ströms­god­set.

Læri­svein­ar Freys Al­ex­and­ers­son­ar í Brann unnu drama­tísk­an sig­ur á Bryne, 3:2. Niklas Castro skoraði sig­ur­markið úr víti í upp­bót­ar­tíma. Eggert Aron Guðmunds­son lék all­an leik­inn með Brann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert