Sandefjord hafði betur gegn Ham/Ham í Íslendingaslag á heimavelli, 2:0, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Stefán Ingi Sigurðarson lék allan leikinn með Sandefjord og gerði seinna mark liðsins.
Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn með Ham/Kam og Viðar Ari Jónsson kom inn á sem varamaður á 83. mínútu.
Strömsgodset hafði betur gegn Sarpsborg í öðrum Íslendingaslag, 3:2. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður hjá Sarpsborg á 63. mínútu og skoraði annað mark liðsins á lokamínútunni. Logi Tómasson lék fyrstu 69 mínúturnar með Strömsgodset.
Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu dramatískan sigur á Bryne, 3:2. Niklas Castro skoraði sigurmarkið úr víti í uppbótartíma. Eggert Aron Guðmundsson lék allan leikinn með Brann.