Stórt hlutverk með mikilli ábyrgð

Glódís Perla Viggósdóttir tekur við þýska bikarnum eftir sigur Bayern …
Glódís Perla Viggósdóttir tekur við þýska bikarnum eftir sigur Bayern á Werder Bremen í bikarúrslitaleiknum. AFP/Ina Fassbender

Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir, landsliðsfyr­irliði í knatt­spyrnu, er að ljúka sínu öðru tíma­bili sem fyr­irliði Bayern München.

Hún tók við þýska meist­ara­skild­in­um í fyrra, ger­ir það aft­ur á sunnu­dag­inn eft­ir loka­leik Bayern gegn Essen í þýsku 1. deild­inni, og Gló­dís lyfti bik­arn­um í Köln síðasta fimmtu­dag þegar Bayern vann Wer­der Bremen 4:2 í úr­slita­leik.

Hún seg­ir að það sé gríðarlega mik­ill heiður að vera fyr­irliði í þessu stóra fé­lagi.

„Það kom mér á óvart til að byrja með þegar þau komu til mín og sögðu að þau vildu setja mig í þetta hlut­verk. Ég held að út­lend­ing­ur hafi ekki áður verið fyr­irliði Bayern München. Þetta er gríðarlega stórt hlut­verk með mik­illi ábyrgð, ég var strax spennt fyr­ir því en um leið fylgdi því mikið stress því það er mik­il pressa að ná ár­angri í þessu fé­lagi.

Maður veit aldrei hvernig hlut­irn­ir þró­ast en ég held að ég hafi vaxið inn í hlut­verkið og sé betri í dag en þegar ég tók við. Þetta er gríðarlega skemmti­legt en um leið krefj­andi. En ég er fyrst og fremst glöð með liðið okk­ar og stelp­urn­ar. Það er ótrú­lega gam­an að fá að leiða þetta lið inn á völl­inn í hverj­um ein­asta leik og fá að spila með þeim. Það gef­ur mér mesta orku,“ seg­ir Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir.

Ítar­legt viðtal við Gló­dísi er í Morg­un­blaðinu í dag, miðviku­dag, og það er einnig aðgengi­legt í app­inu Mogg­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert