Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir mun færa sig um set frá þýska knattspyrnufélaginu Wolfsburg í sumar.
Þetta staðfesti félagið í dag en hún verður kvödd ásamt níu öðrum leikmönnum þegar liðið fær Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og stöllur í heimsókn á sunnudaginn.
Sveindís hefur verið í herbúðum Wolfsburg í fjögur og hálft ár en þá gekk hún í raðir félagsins frá Breiðabliki. Fyrsta tímabil hennar var hún á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð.
Sveindís varð Þýskalandsmeistari árið 2022 og bikarmeistari þrisvar.
Hlutverk Sveindísar hjá Wolfsburg fór minnkandi á þessu tímabili og hefur brotthvarf hennar legið í loftinu.
Þá eru mörg félög sögð hafa áhuga á Sveindísi en hún er búin að vera í viðræðum við einhvern.