Sveindís mun færa sig um set

Sveindís Jane Jónsdóttir í leik með Wolfsburg.
Sveindís Jane Jónsdóttir í leik með Wolfsburg. AFP/Ronny Hartmann

Landsliðskon­an Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir mun færa sig um set frá þýska knatt­spyrnu­fé­lag­inu Wolfs­burg í sum­ar. 

Þetta staðfesti fé­lagið í dag en hún verður kvödd ásamt níu öðrum leik­mönn­um þegar liðið fær Karólínu Leu Vil­hjálms­dótt­ur og stöll­ur í heim­sókn á sunnu­dag­inn. 

Svein­dís hef­ur verið í her­búðum Wolfs­burg í fjög­ur og hálft ár en þá gekk hún í raðir fé­lags­ins frá Breiðabliki. Fyrsta tíma­bil henn­ar var hún á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð. 

Svein­dís varð Þýska­lands­meist­ari árið 2022 og bikar­meist­ari þris­var. 

Hlut­verk Svein­dís­ar hjá Wolfs­burg fór minnk­andi á þessu tíma­bili og hef­ur brott­hvarf henn­ar legið í loft­inu. 

Þá eru mörg fé­lög sögð hafa áhuga á Svein­dísi en hún er búin að vera í viðræðum við ein­hvern. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert