Sjálfsmark en samt í undanúrslit

Aron Einar Gunnarsson leikur með Al Gharafa í Katar.
Aron Einar Gunnarsson leikur með Al Gharafa í Katar. Ljósmynd/Alex Nicodim

Aron Ein­ar Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi landsliðsfyr­irliði í knatt­spyrnu, er kom­inn með liði sínu Al Gharafa í undanúr­slit Emir-bik­ars­ins í Kat­ar.

Al Gharafa sigraði katörsku meist­ar­ana Al Sadd í víta­spyrnu­keppni eft­ir jafn­tefli liðanna, 2:2, í fram­lengd­um leik í átta liða úr­slit­un­um í dag.

Aron lék all­an leik­inn í vörn Al Gharafa en varð fyr­ir því óláni að skora sjálfs­mark á 67. mín­útu og með því minnkaði Al Sadd mun­inn í leikn­um í 2:1. Meist­ar­arn­ir jöfnuðu síðan á ní­undu mín­útu í upp­bót­ar­tíma, 2:2, og í kjöl­farið fylgdi fram­leng­ing og síðan víta­spyrnu­keppn­in.

Aron var einn þeirra sem fóru á víta­punkt­inn og hann skoraði fyr­ir Al Gharafa í fjórðu um­ferð keppn­inn­ar. Úrslit réðust í fyrstu um­ferð í bráðabana og Al Gharafa vann víta­keppn­ina 5:4.

Aron var ekki gjald­geng­ur með Al Gharafa í A-deild­inni í Kat­ar í vet­ur en mátti hins veg­ar leika með liðinu í Meist­ara­deild Asíu og svo í Emir-bik­arn­um. Með leikn­um í dag hef­ur hann því náð að spila átta leiki með fé­lag­inu á þessu tíma­bili og á fram und­an í það minnsta undanúr­slita­leik í keppn­inni.

Fyrr í þess­um mánuði skrifaði Aron und­ir nýj­an samn­ing við Al Gharafa og leik­ur áfram með liðinu á næsta tíma­bili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert