Mehdi Taremi, leikmaður Inter Mílanó og íranska landsliðsins, er fastur í heimalandinu eftir að lofthelgi Írans hefur verið lokað. Spænski fjölmiðillinn Marca og sænski fjölmiðillinn Expressen greina frá þessu.
Taremi gæti því misst af HM félagsliða sem hefst í nótt með leik Inter Miami og Al Ahly. Fyrsti leikur Inter Mílanó er aðfaranótt miðvikudags þegar liðið mætir Monterrey frá Mexíkó.
Hinn 32 ára gamli Taremi er staddur í Íran vegna tveggja landsleikja gegn Katar og Norður-Kóreu.
Taremi gekk til liðs við Inter á síðasta ári en hann skoraði þrjú mörk í 43 leikjum á nýafstaðinni leiktíð.