Fastur í Íran og gæti misst af HM

Mehdi Taremi í leik með Inter.
Mehdi Taremi í leik með Inter. AFP/Marco Bertorello

Mehdi Taremi, leikmaður In­ter Mílanó og ír­anska landsliðsins, er fast­ur í heima­land­inu eft­ir að loft­helgi Írans hef­ur verið lokað. Spænski fjöl­miðill­inn Marca og sænski fjöl­miðill­inn Expressen greina frá þessu.

Taremi gæti því misst af HM fé­lagsliða sem hefst í nótt með leik In­ter Miami og Al Ahly. Fyrsti leik­ur In­ter Mílanó er aðfaranótt miðviku­dags þegar liðið mæt­ir Monter­rey frá Mexí­kó.

Hinn 32 ára gamli Taremi er stadd­ur í Íran vegna tveggja lands­leikja gegn Kat­ar og Norður-Kór­eu.

Taremi gekk til liðs við In­ter á síðasta ári en hann skoraði þrjú mörk í 43 leikj­um á ný­af­staðinni leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert