Trent harðlega gagnrýndur af spænskum miðlum

Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold. AFP/DAN MULLAN

Trent Al­ex­and­er-Arnold var harðlega gagn­rýnd­ur eft­ir frum­raun sína með Real Madrid í 1:1-jafn­tefli liðsins gegn Al-Hilal á HM fé­lagsliða í gær­kvöld.

Al­ex­and­er-Arnold var í byrj­un­arliði Real Madrid í fyrsta skipti síðan hann gekk í raðir liðsins frá Li­verpool fyrr í sum­ar.

Þetta voru von­brigði

Madríd­ing­ar voru langt frá sínu besta í leikn­um og voru spænsk­ir miðlar fljót­ir að gagn­rýna frammistöðu liðsins.

„Lík­am­lega langt frá sínu besta, þetta var ekki besta frum­raun Eng­lend­ings­ins, sem náði ekki að leggja sitt af mörk­um sókn­ar­lega,“ skrifaði SPORT og gaf Al­ex­and­er-Arnold 5/​10 í ein­kunn.

„Mikið hef­ur verið rætt um Trent Al­ex­and­er-Arnold fyr­ir frum­raun hans, en hún var von­brigði. Hann var ekki upp á sitt besta varn­ar­lega og hann átti erfitt með að hafa áhrif sókn­ar­lega áður en hann var tek­inn af velli,“ skrifaði Foot­ball Esp­ana sem gaf hon­um einnig 5/​10 í ein­kunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert