Katrín Tanja á heimsleikana

Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér sæti á heimsleikunumí crossfit í …
Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér sæti á heimsleikunumí crossfit í kvöld. Ljósmynd/Marta María B. Siljudóttir

Katrín Tanja Davíðsdótt­ir, af­reks­kona í cross­fit, tryggði sér í kvöld sæti á heims­leik­un­um í cross­fit sem fram fara í Madi­son í Banda­ríkj­un­um í byrj­un ág­úst. Undanúr­slita­móti vest­ur­hluta Banda­ríkj­anna lauk í kvöld.

Katrín Tanja lenti í 2. sæti á undanúr­slita­mót­inu. 

Katrín Tanja er þriðji Íslend­ing­ur­inn sem trygg­ir sér þátt­töku­rétt á mót­inu en Breki Þórðar­son og Bergrós Björns­dótt­ir tryggðu sér rétt fyrr á ár­inu. Breki kepp­ir í aðlöguðum flokki en Bergrós kepp­ir í flokki 16 til 17 ára stúlkna.

Þetta er í tí­unda sinn sem Katrín Tanja kemst inn á heims­leik­ana, en hún vann þá árin 2015 og 2016. Á síðasta ári komst hún ekki á leik­ana.

Fleiri Íslend­ing­ar munu gera at­lögu að heims­leik­un­um um næstu helgi þegar undanúr­slita­mót Evr­ópu fer fram í Berlín í Þýskalandi. Katrín Tanja er nú bú­sett í Ida­ho í Banda­ríkj­un­um og kepp­ir því í vest­ur­hluta lands­ins.

Ragn­heiður Sara Sig­munds­dótt­ir, Þuríður Erla Helga­dótt­ir, Annie Mist Þóris­dótt­ir, Sól­veig Sig­urðardótt­ir og Björg­vin Karl Guðmunds­son munu öll keppa í Berlín um næstu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert