Vann 100 metrana á sundskýlunni

Skúli Óskarsson var tvívegis kjörinn íþróttamaður ársins en auk kraftlyftinganna …
Skúli Óskarsson var tvívegis kjörinn íþróttamaður ársins en auk kraftlyftinganna var hann liðtækur knattspyrnumaður og spretthlaupari.

Skúli Óskarsson, einn litríkasti og dáðasti íþróttamaður Íslandssögunnar, er allur.

Ævi hans og afrekum í kraftlyftingum eru gerð skil á blaðsíðu 8 í Morgunblaðinu í dag en það er bara hluti af íþróttaferli tvöfalda íþróttamanns ársins og heimsmethafans í kraftlyftingum.

Ég kynntist honum sem barn og unglingur austur á Fáskrúðsfirði. Skúli var einn af bestu fótboltamönnum Leiknis, var eldfljótur kantmaður sem átti minnisstæðar rispur upp völlinn með boltann á tánum.

Hann var líka magnaður spretthlaupari. Við vorum samherjar í frjálsíþróttaliði Leiknis sumarið 1975 þegar við urðum Austurlandsmeistarar og Skúli hljóp á sundskýlunni einni fata þegar hann vann 100 metra hlaupið með yfirburðum.

Bakvörðinn í heild sinni má sjá í Morgunblaði dagsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert