Hákon hitti úr 115 af 125 skotum

Hákon Þór Svavarsson.
Hákon Þór Svavarsson. Ljósmynd/ÍSÍ

Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson hafnaði í 78. sæti af 124 keppendum þegar hann tók þátt í heimsbikarmóti í leirdúfuskotfimi með haglabyssu í Lonato á Ítalíu um helgina.

Hákon Þór, sem þáði boðssæti á Ólympíuleikana í París í greininni í síðustu viku, hitti samtals úr 115 af 125 skotum sínum á laugardag og sunnudag.

Dugði það ekki til þess að tryggja sér sæti í úrslitum, en einungis sex komust í úrslitin sem fóru fram á mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert