Lést aðeins 18 ára

Jackson James Rice við keppni á flugdrekabretti.
Jackson James Rice við keppni á flugdrekabretti. Ljósmynd/Instagram/jj__rice

Brimbrettakappinn Jackson James Rice er látinn, aðeins 18 ára að aldri. Rice drukknaði í köfunarslysi í heimalandi sínu Tonga.

Hann keppti á flugdrekabretti og var nálægt því að tryggja sér sæti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í næsta mánuði í París en stefndi ótrauður á að komast á næstu leika árið 2028, þar sem Rice hefði getað orðið fyrsti keppandinn frá Tonga sem er hvítur á hörund.

Samkvæmt miðlinum Matangi Tonga lést Rice á laugardag við eyjuna Ha’apai, sem er hluti af Tonga í Eyjaálfu.

Rice hafði dýft sér til sunds af báti sem hann stýrði í grennd við eyjuna en missti fljótt meðvitund í kafi. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert