Anton á besta tímanum í úrslit

Anton Sveinn McKee var með besta tímann í undanúrslitum í …
Anton Sveinn McKee var með besta tímann í undanúrslitum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anton Sveinn McKee kom fyrstur allra í mark þegar hann synti á 2:10,14 mínútum í undanúrslitum 200 metra bringusunds á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í Serbíu í dag.

Anton Sveinn verður því á sínum stað í úrslitasundinu í sinni sterkustu grein, sem fer fram á morgun klukkan 17.31.

Þar etur hann kappi gegn sjö öðrum keppendum og er þar með besta tímann, en hann var einnig með besta tímann í undanrásum greinarinnar í morgun.

Íslands­met Antons Sveins frá 2017 er 2:08,74 mín­út­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert