Með 115 kg þegar ökklinn gaf sig

Crossfitungstirnið Bergrós Björnsdóttir sem hefur náð eftirtektarverðum árangri undanfarin misseri, bæði í Crossfit og ólympískum lyftingum, segir að hún hafi verið „sorglega nálægt“ því að ná gullinu á HM 17 ára og yngri í Perú á dögunum. Þar var hún búin að lyfta 115 kg og átti bara eftir að loka fótstöðunni. 

Silfrið var niðurstaðan en hún varð þar með fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að vinna sér inn verðlaun á heims­meist­ara­móti í ólymp­ísk­um lyft­ing­um. 20 keppendur voru í flokki Bergrós­ar sem er í -71kg flokki. Í snörun lyfti hún mest 88 kg en í jafn­hend­ingu lyfti hún mest 110 kg og vann til bronsverðlauna í þeirri grein. 

Bergrós er í viðtali í Dagmálum í dag þar sem hún ræðir við útvarpskonuna Kristínu Sif Björgvinsdóttur. Þar fer hún m.a. yfir markmið sem hún hefur sett sér og aðstoðina sem hún hefur fengið hjá Annie Mist Þórisdóttur við að koma sér í fremstu röð. En fram undan er undankeppni fyrir heimsleikana í crossfit í fullorðinsflokki.

Í myndskeiðinu hér að ofan er gripið niður í samtalinu þar sem hún segir frá keppninni í Perú.

Bergrós Björnsdóttir skrifaði sig í sögu íslenskra lyftinga fyrr á …
Bergrós Björnsdóttir skrifaði sig í sögu íslenskra lyftinga fyrr á árinu. Ljósmynd/Lyftingasamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert